Ég komst að stórskemmtilegri staðreynd í dag, ég er skyld sjálfri mér!!! Ótrúlegt en satt, svo virðist sem að móðir mín sé skyld föður mínum (ekki náskyld samt). Það gæti reyndar skýrt ýmislegt en kemur samt alls ekkert á óvart, hér á Íslandi eru allir skyldir öllum, annað bregður til tíðinda! Ólafur Ragnar Grímsson, Hagalín og nokkra tugi sýslumanna get ég einnig kallað frændur. Skemmtilegt það, þetta gerði hann Kári mér kleift með Íslendingabók sinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home