Aldan

sunnudagur, janúar 26, 2003

Rétt áður en ég skrapp í vinnuna byrjaði íslenska myndin Skytturnar í sjónvarpinu, Eggert Guðmundsson leikur eitt aðalhlutverkanna þar. Við mæðgurnar leigðum eitt sinn hjá honum og Anna var að rifja upp eitthvað atriði sem gerðist þar þegar ég var um 2-3 ára. Hann átti voða mikið af vídeóspólum, og þar á milli voru nokkrar teiknimyndir, einhvern tímann þegar Anna kom heim úr skólanum þá átti ég að hafa setið og horft á Tomma og Jenna, svo þegar spólan var búin þá tók ég spóluna út og sneri henni við :) Gáfurnar brutust út á unga aldri... :) Spólan festist náttúrulega en Anna náði að losa hana áður en þetta uppgötvaðist :) My HERO!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home