Aldan

þriðjudagur, desember 17, 2002

Fór í jólaverslunarleiðangur í dag með ömmsu... hún ætlaði sko alveg að gera út af við mig!! Lentum nokkrum sinnum í árekstrum.. ekki á bílnum mínum ónei.. heldur vildi hún alltaf kíkja í búðina hinum megin við götuna.. sem náttúrulega var morandi í bílum! Fórum út um allt... upp og niður, norður og vestur! Hún er sko dúndurkella hún amma, keypti allt í einni ferð! Ég reyndar nippaði einum eða tveimur hlutum sem ég get ekki upplýst fyrr en eftir viku! Byrjuð að lesa Betu Bögg.... hún er bara ágætlega skemmtilega svona miðað við aðstæður! Fékk hana á bókasafninu (ömmu tókst að troða einni ferð þangað í leiðinni). Tala ég kannski of mikið um ÖMMU?? Held ég hætti í bili enda framundan stórmerkileg keppni í Zapitalism sem ég mun alveg pottþétt vinna! Konfektföndri og kortabakstri var aflýst vegna .. humm .. einhvers!! Planað seinna í vikunni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home