Aldan

fimmtudagur, júlí 04, 2002

YIBBBÍIIIIIIIII... tölvan mín er komin í lag... eftir þvílíkt púst og pælingar.... málið er að í gær þegar ég kom dauðþreytt heim frá Kalla.. dreif ég mig náttla strax að stinga henni í samband... Eitthvað misfórst það og hún neitaði að starta sér!!! Ef fólkið heima hefði ekki verið sofandi hefði ég ÖSKRAÐ! Ég reyndi að starta henni svona 100 sinnum áður en ég gafst upp og fór að sofa ýkt pirruð! Til að bæta skapið svaf ég líka allt of lengi.. ætlaði að vakna um 10-11 en klukkurnar gáfust upp á mér og ég svaf til klukkan að verða 2.. ýkt fúl.... Hringdi strax í Kalla til að segja honum frá gangi tölvumála... hringdi svo í Ögmund til að segja honum frá gangi tölvumála og múttu og Önnu... varð smá að tjá mig!! ÉG var bara pirruð ... og út af því að ég var pirruð.. fór allt í taugarnar á mér.. þar á meðal DRASLIÐ inni í kompunni minni!! Ég sá það strax að það var ekki möguleiki fyrir mig að breyta til í herberginu ein þannig ég talaði við frænda minn sem er ALLTAF að breyta til hjá sér.. hann var í heimsókn.. spurði hann svona hvernig hann myndi breyta til... hvort hann gæti nú ekki hjálpað mér!! HEHE og það svínvirkaði.. ég lét hann færa sjónvarpið á 3 staði áður en ég var sátt.. einn staðurinn var uppi á skrifborðinu mínu.. ég hefði aldrei getað lyft þessu sjálf :) En útkoman er glæsileg verð ég nú bara að segja! Í fyrsta sinn síðan ég man eftir get ég opnað fataskápinn minn til fulls.. eða svona þannig lagað!! Þar að auki get ég nú horft á sjónvarpið í hvaða stellingu sem er í rúminu!! :) þá meina ég hvort sem ég ligg við höfðagaflinn eða til fóta sem er nú nokkuð hagstætt!! En svona til að setja enda punktinn á þetta.. stakk ég tölvunni minni í samband á nýja staðnum.. og VOILA hún hrökk í gang..... hún greinilega var svona ósátt við fyrirkomulagið inn í herberginu að hún neitaði að láta kveikja í sér.. á sér meina ég!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home