Aldan

miðvikudagur, júlí 31, 2002

Oh hvað ég hata að sofa yfir mig!!! Ég sit hérna klukkan fimm mínútur yfir átta með stýrurnar í augunum! Ég vaknaði 28 mínútur yfir sjö, og þar sem ég svaf inn í Grafarvogi var það slæmt!! Ég dreif mig af stað og brunaði niður í bæ og var komin í vinnuna eina mínútu í átta.... geðveikt stolt af mér! Var að fatta að ég gleymdi spólu heima, Anna á eftir að drepa mig! Svo náði ég ekki að borða, þannig við Ásta sitjum hér glorsoltnar og bíðum eftir hádegismatnum! Þetta verða langar 4 klukkustundir :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home