Solla vinkona var eitthvað að tjá sig um Votta Jehóva og ágengi þeirra! Ég lenti einmitt í því fyrir svolitlu síðan að það komu 2 konur heim til mín (ætli það séu sömu??) alla vega, ég var í einhverju skapi sko og þóttist hafa gífurlegan áhuga á þessu og við kjöftuðum heill lengi um fyrirgefningu synda og Örkina hans Nóa og ýmislegt í þeim dúr! (Ég veit ekki hvað kom yfir mig) En allavega þær fóru mjög sáttar! Nema hvað... viku seinna eða svo þá koma þær aftur og ég er ekki heima... Þá vildu þær fá að tala við þessa áhugasömu ungu dömu sem þær höfðu hitt þarna áður! Mamma var ýkt ókurteis og rak þær í burtu... held hún hafi hvæst!! Ég var bara fegin.. ég meina það er ekki endalaust sem maður getur talað um guð.... eða hvað! (Austin powers look!)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home