Aldan

fimmtudagur, júlí 25, 2002

Ég átti samt ágætan dag í gær.... eftir vinnu sóttu Karl og Ögmundur mig og við brunuðum af stað til Keflavíkur! Þar fengum við okkur að borða á Glóðinni! Maturinn var alveg þokkalega góður og þjónustan var einnig stórglæsileg... kannski var það út af því að við vorum eiginlega einu gestirnir! Þjóninum hlýtur að hafa haft einhverjar áhyggjur af því að við myndum bókstaflega deyja úr þorsta á staðnum því hún kom hlaupandi með könnuna í hvert skipti sem eitt af okkur tók sér sopa! Ég hugsa að það hefði örugglega liðið yfir hana ef vatnsmagnið hefði farið fyrir neðan hálft glasið! Til að bæta á ánægjuna hjá okkur þá fengum við líka ágætan afslátt.... Glóðin fær allavega 4 stjörnur hjá mér!!

Ég þarf samt að huga að því að fara að læra mannasiði! Ég kann ekki að vera á svona fínni stöðum... gerði þau mistök að nota kjöthnífinn í smjörið sem vakti hneysklum samátsmanna minna!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home