Aldan

miðvikudagur, júlí 24, 2002

Eins og ég var tjá mig hérna áður en að tölvan mín fraus og ég þurfti að restarta öllu draslinu! Þá er ég með algjört gullfiskaminni!! Það kom hérna fyrrverandi samsstarfskona mín með svo til nýfædd barnið sitt! Svo var mál með vexti að ég hafði hitt hana á óförnum vegi stuttu eftir fæðinguna, þá hafði hún sagt mér kynið á barninu... og að ég held, nafnið! Svo kemur hún í heimsókn hingað í vinnuna í dag... kemur mér að óvörum, þrykkir barninu í fangið á mér! Mér bara brá svo að ég gleymdi stað og stund og kyninu á barninu :P Þið vitið hvernig börn eru á þessum aldri, öll nákvæmlega eins... með lítið sem ekkert hár og engin leið til að vita hvort kynið það er nema kíkja í bleyjuna... og það ætlaði ég sko ekki að gera... hefði verið talinn algjör Perri! Alla vega.. ég sem er svo fljót alltaf að hugsa.... til að bjarga mér.. segi ég við hana: Er búið að skýra? hehe.. ekkert smá ánægð fyrir að hafa bjargað mér... svo segir hún nafnið á barninu.. og ég endurtek það til að vera alveg örugg! :)
Mér finnst að það ætti að vera lögbundið að framan á litlum börnum sem ekki eru komin með skýra andlitsdrætti og eru klædd í "kynlausan" fatnað skuli vera skilti sem á stendur Stelpa/Strákur eftir þörfum! Must alveg!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home