Aldan

föstudagur, júní 21, 2002

Ég var að fatta það að ég gleymdi að segja ykkur aðalslúðrið í lífi mínu! En laugardaginn 8.júní þá gengum við Robbie Williams í hjónaband.... Vígslan var frekar látlaus en auðvitað gífurlega falleg! Anna systir gekk reyndar fyrr um kvöldið í hjónaband með honum Alan Rickman en við tölum ekki um það samband! Ég á sem sagt 12 daga brúðkaupsafmæli í dag!! :) á ekki að óska mér til hamingju!
Reyndar held ég að ég hafi smitað þær í vinnunni af þessari brúðkaupsbakteríu því hún Gerður staðfesti samband sitt við sænskan landsliðsmann í fótbolta og hún Systa fullkomnaði samband sitt við Josh Hartnett en þau hafa átt í leynilegu sambandi í 8 ár nú á morgun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home