Aldan

fimmtudagur, júní 20, 2002

Það er ekki að spyrja að því!!! Mín var sko að koma úr heilu 2 daga fríi og það var skýjað og rok allan tímann!!! Ég hlýt að draga vonda veðrið svona til mín! Ég ætla að láta borga mér fyrir það að fara ekki í frí... milljónir!!! Ef allir Íslendingar leggja saman þá er þetta bara skít á priki fyrir sólarblíðuna!!! Þetta er álíka öruggt og Smokkar (95% fyrir þá sem ekki eru með þetta á hreinu)! Annars gerði ég ekki mikið í fríinu enda voða lítið hægt að gera í svona roki.. hey jú ég grillaði pulsur nei annars það var um daginn... hmmm ég horfði á From Hell.. hún var bara þokkalega góð sko.. miklu betri en ég bjóst við.... eitt ógeðslegasta atriði sem ég hef séð þar sem er verið að skera manneskju á háls!! Ég hef séð allnokkrar hryllingsmyndir en mér varð bókstaflega óglatt af þessu atriði.. reyndar var þetta eiginlega eina ógeðslega atriðið í myndinni fyrir utan kannski dópaða Deppinn... en jæja.. ég hef ekki frá neinu að segja í bili... tala við ykkur seinna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home