Ég er nett móðguð núna!!!! Ein af mínum samstarfsfélögum var að tjá mér það að hún hefði farið á Panic Room og að söguþráðurinn hefði verið svo þunnur að varla hefði verið horfandi á myndina!! Ég meina... þunnur... hvaða máli skiptir það.... Forest Whitaker leikur í henni... Jodie Foster... Jared Leto WHO CARES þótt myndin sé þunn! Ég kannski finn eitthvað betra til að mótmæla þessari staðhæfingu seinna þegar ég sjálf er búin að sjá myndina! Og þeir sem eru að undra sig á því afhverju ég fór að sjá Queen of the Damned en ekki Panic Room þarna um daginn þá er ástæðan mjög einföld. Ég er rosa blönk en ég átti frípunkta (sem við kveðjum með söknuði fljótlega)! Um að gera að nota þá áður en þeir líða undir lok! HEIL SÉ FRÍPUNKTUM.... þeir hafa komið mér á allmargar myndir yfir sína stuttu ævi. Mér finnst við ættum nú að hafa einnar mínútu þögn í minningu þeirra!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home