Aldan

fimmtudagur, júní 13, 2002

Enn einn sólardagurinn og ég svaf náttlega til hádegis! Hafði þó afsökun í þetta skiptið því að ég var að passa í gærkvöldi!! Þó að maður sé næstum orðin 22 ára gamall einstaklingur þá er þetta ágæt leið til að næla sér í smá aukapening þegar maður er alveg staurblankur!! Ég er soldið stolt af sjálfri mér... eldri strákurinn átti að fara að sofa fyrir klukkan hálf ellefu en var sko ekkert á þeirri leið.. var ágætlega sáttur við að spóla í gegnum Tarzan.... (ég fékk að sjá mínútu hér og þar af ÓPRU, þætti sem virtist vera æðislegur). Ég gerði samning við litla kallinn um að hann fengi að fara að sofa um leið og frændi hans yrði sóttur!! Ekkert múður... og svo tíu mínútur fyrir ellefu tölti litli kallinn upp í rúm og endaði á því að sofna á gólfinu... Þetta gekk svo vel að ég fer aftur í kvöld... ehemm eftir vinnu sko... það eru bara allar líkur á því að ég komist á djamm á laugardaginn hjá henni Þóru babes. Partý partý partý!

Which 'fallen one' are you?

Take Which
'fallen one' are you?
Quiz by Xera

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home