Aldan

miðvikudagur, júní 12, 2002

Það er nú aldeilis hvað þessi síða er vinsæl!! Það hafa örugglega heilir 5 manns loggað sig inn á hana.... þarf nauðsynlega að setja teljara inn!! Það er alveg ótrúlegt hvernig veðurguðirnir haga sér!!! Ég fæ frí svona já.. kannski einn dag í mánuði, næstum því og þú getur bölvað þér upp á það að það er annað hvort rigning eða rok úti! Alla hina dagana er sól sól og sól. Og svo er málið að ég fæ pásur sem eru kannski 10 mínútur hér og 5 mínútur þar... ég meina.. það er ekki nóg til að fá neinn lit!! Þetta er bara svona rétt upphitunartími fyrir húðina áður en brúnkuferlið fer í gang... þetta er ýkt óréttlátt :(

Ábending dagsins: Aldrei mæta aftur í vinnuna í hvítu skyrtunni og engu nema brjóstahaldara innanundir.... alla vega ekki fyrr en eftir svona 20 ljósatíma og fitusog!! Það var samt gott að brjóstarhaldarinn var hvítur..... leyndi samt engu þegar tölurnar fóru að fléttast frá.

HUGLEIÐING DAGSINS: Ætli það sé einhver Brjóstahaldari að atvinnu... kannski er einhver kerling þarna úti sem fílar ekki tau og ræður sér einhvern til að halda brjóstunum á sér uppi!! ÉG held ég sé búin að finna draumastarf flestra karlmanna!!! Góðan dag... ég heiti jón og ég er BRJÓSTAHALDARI.... kók í bauk og skál í botn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home