Afsakið hlé!
Það er eitt svoldið fyndið við þessa blessuðu fjölskyldu mína! Það er ómögulegt að horfa á mynd í einum rykk heldur verður að taka ófá hlé á meðan á myndinni stendur! T.d. í kvöld gerðumst við Anna óvenju bjartsýnar og tókum King Kong á leigu, við reyndar vorum ekkert að pæla í því hvað myndin væri löng en klukkan var ekki orðin sex og með réttu höfðum við a.m.k. 3 klst til að horfa á hana. Þegar ég mæti í vinnu 4 klst seinna var ég búin að ná að horfa á 20 mínútur af þessari blessuðu mynd!! ARGGGGG þegar ég horfi á mynd þá vil ég horfa á myndina.. ekki pása og stoppa og pása og pása svo aftur!! Þess vegna kýs ég bíó í staðinn fyrir videó.. engar truflanir! Ég þarf svo að mæta í vinnu kl 15 á morgun eftir næturvaktina þannig það er ekki sjéns að ég nái að klára hana! Er hún góð?
1 Comments:
Já já, hún er ágæt.
Fór á hana í bíó. Ekta mynd sem maður á helst að sjá í bíó!
Kv. Manga
By Nafnlaus, at 11:34 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home