Aldan

föstudagur, apríl 04, 2003

Kjúklingabein eru stórhættuleg skal ég segja ykkur, ég náði einhvern veginn að festa bein í hálsinum í gær bak við tunguna, nálægt hálskirflunum og er að drepast í hálsinum!!! :( hugsa þó að beinin sé farið núna nema að ég hafi náð að pota því LANGT inn! Hafði mestar áhyggjur að hálsinn myndi ekki hætta að bólgna og ég myndi kafna. Anna sagðist ætla að ýta við mér ef hún myndi heyra mig hætta að hrjóta, TAKK!!! Ég hrýt ekki ( ;) alla vega ekki mikið, hef aldrei heyrt mig hrjóta LOL Til að forðast frekari auðmýkingu ákvað ég að taka aukavakt í nótt, dey ekki sofandi þá! Ágætt vakt, lítið að gera. Fínn aukapeningur til að borga reikninga.. frekar dýr mánuður, 2 fermingar, önnur úti á landi og 50 afmæli. Þarf að láta skoða bílinn minn :( sá tími aftur.. held þetta sé versti tími ársins.. endalausar áhyggjur um hvort hann muni komast í gegn, hvað þarf að gera við :( Hlakka til þegar ég fæ peninginn sem alltaf er verið að lofa mér í spilunum, þá kaupi ég mér sko kagga! Kannski Lödu 2002 eins og amma og afi ;) lol.... reyndar eru bílarnir sem mig langar í þó nokkrir! Toyota Yaris, Renault eins og Solla var að kaupa sér! Golf er alltaf flottur! Toyota Rav! Vil fá 5 dyra bíl.... þægilegan og góðan! Kannski get ég kært Móa kjúklinga fyrir að selja mér gallaðan kjúlla??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home