Aldan

laugardagur, janúar 04, 2003

Var að skila spólu um daginn, var á hraðferð. Mér til mikillar skelfingar var búið að loka videóleigunni þegar ég kom þar að. Ég ætlaði að bruna í burtu þegar ég sá að eigandinn stóð í dyrunum á bókabúð sem er þarna nálægt að tala við 2 menn. Ég hef verið skotin í öðrum þeirra síðan ég var 8 ára táta, ég þýt að þeim, hendi spólunni í karlinn um leið og ég spyr: ertu ekki til í að taka þetta. Ég fæ svona smá glott frá þeim öllum, hristi það af mér og hoppa upp í bílinn. Ég var klædd í þessar sívinsælu smellubuxum (sem auðvelt er að ná af ;) ) og mér til mikillar skelfingar átta ég mig á því um leið og ég er sest að önnur hliðin er nánast óhulin, okei reyndar bara 2 smellur en það er nóg til að sýna MIKIÐ af holdi. Ég vona bara að þeir hafi ekki tekið eftir þessu annars þarf ég að aflýsa brúðkaupinu mínu sem ég er búin að panta fyrir mig og bókabúðardraumaprinsinn! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home