Ok.. ég skal halda sögunni áfram.. eftir bíóið skruppum við í óvæntan bíltúr inn í Hafnarfjörð, þaðan lá leið okkar niður í bæ! Við kíktum inn á Café París en til allrar hamingju fyrir Kalla var stútfullt þar þannig við héldum upp Laugaveginn og enduðum inn á Ara í Ögri... Ég hafði reyndar aldrei komið þar áður.. mjög fínt fyrir utan drykkju Hrúta sem sátu á næsta borði og hneyksluðu okkur með því að reykja á reyklausu svæði.. þau voru svo drukkin og sífellt að faðma hvert annað (3 eða 4karlmenn og 1 kona). Hvað er málið með áfengið og snertinguna..... það verða allir Handóðir... held áfram á eftir!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home