Aldan

mánudagur, júní 27, 2005

Nei nei.. ekki hætt.. bara smá pása!
Já, ég er komin heim frá Barcelona! At last.. eftir 5 daga fagnaði ég ákaft að bera landið augum aftur. Ferðin var frábær.. fengum æðislegt veður (eiginlega of gott), það var yfir 30 stiga hiti flesta dagana... við náðum að skoða alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma enda vorum við á fótum frá 8-00 alla dagana... Við löbbuðum Römbluna.. Ásta var féflett á samlokustað, undirrituð lagfærði það og endurheimti heilar 4 evrur fyrir hennar hönd ;) . Við urðum vitni af því þegar maður naut ásta með sjálfum sér á almannafæri.. sáum eðlu... lágum í sólbaði.. önduðum óbeint að okkur marijúana reyk á ströndinni (Alí Baba og vinur hans fóru ekkert leynt með það). Hver máltíð var ævintýri þar sem við vissum aldrei hvort þjónarnir skildu mann... stundum gerðu þeir það ekki, ég man sérstaklega vel eftir atburði þar sem Örnu var rétt brennt brauð, heilt hvítlauksrif og tómatur! Olga missti skyggnið sitt.... það liggur nú við eina af aðalgötunum í Barcelona.. eitt og yfirgefið. Við fengum nesti út á flugvöll í boði hótelsins.. samloka, epli og vatnsflaska í poka.. ekkert smá sætt. Gaudi garðurinn var flottur, sem og Sagrada Familia og svo Sitges! Hlakka ekkert smá til að skoða myndirnar!

1 Comments:

  • *lol* LOL
    Það hefur nú ei verið fagur að sjá manninn njóta ásta með sjálfum sér:)

    Annars gaman að þú hafir skemmt þér vel í útlandinu:)

    By Blogger Ellan, at 1:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home