Jæja.. kannski maður setji nú einhverja punkta niður um sumarbústaðarferðina! Þetta var hreint út sagt frábær ferð! Við Auddan lögðum tiltölulega snemma af stað, bíllinn var svoleiðis troðfullur... skil ekki hvernig okkur tveim tókst að koma öllu þessu drasli fyrir.. það leit út eins og við værum bara með alla búslóðina með okkur! Það var varla pláss fyrir matinn og búsið! Jæja.. eins og spákonan hafði sagt þá fengum við sól og blíðu þessa helgi! Flestir voru komnir um kvöldmat en svo mættu Ellan, Særún og Marta seinna um kvöldið... það var drukkið og sungið og spilað og voða gaman alla helgina.. jú meira að segja grillað líka! Dvergurinn datt í pottinn, Ollý rúllaði sér niður fjallið (eða var það hæðin ;) ) Gerður sólbrann, Hrönn fékk sér í glas.. ýmislegt í gangi getur maður sagt með sanni. Laugardagurinn fór að mestu í sólbað og drykkju og spil og kvöldið í enn meiri drykkju og spil.... eitt það fyndnasta var það að fara í Mikado! Mæli með því undir áhrifum! hehe Fríðan kom í stutta heimsókn um kvöldið og tók þátt í Singstar keppni og Halldóran kom með litlu dúlluna og Dúa í smá heimsókn... Ragna birtist einnig þarna í mýflugumynd. Anyways.. stelpurnar yfirgáfu okkur Auði og Elluna snemma á sunnudeginum.. eftir það var bara pottasull og videógláp þar sem sólin lét ekki sjá sig meira! Við horfðum á seríur af Little Britain og F.B.EYE... eins og áður var hvort tveggja enn skemmtilegra undir áhrifum! Ella kvaddi okkur á miðvikudag og svo gáfumst við upp á sólarleysinu og fórum heim á fimmtudeginum! Þetta var samt alveg frábær ferð.. þvílík afslöppun! Letilíf!
1 Comments:
Takk fyrir síðast. Geðveikt stuð í bústaðnum;)
Bíð spennt eftir næstu bústaðarferð snúranna.
By Ellan, at 9:26 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home