Aldan

mánudagur, febrúar 16, 2004

Æ æ æ, þvílík vanlíðan! Veit ekki hvort þessi ógleði stafar af nýju lyfjunum eða þessari stækju harðfiskslykt sem magnast hér með hverri mínútunni. Hallast þó að síðari tilgátunni!

Klukkan var fimm mínútur gengin í eitt þegar ég fékk símhringingu frá Hrönn, spurt var hvort ég væri reiðubúin að koma á aukavakt þar sem ein samstarfstúlka hafði skyndilega orðið ófrísk. Eftir skammt hik og eitt já hringdi ég á leigubíl og örfáum mínútum seinna var ég mætt á vaktina... Eftirsjáin er þónokkur þar sem þessi hræðilegi fnykur gerir mér lífið leitt og tilhugsunin um rúmið er ofarlega í huga á þessari stundu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home