Aldan

fimmtudagur, desember 26, 2002

Það eru komin jól :) ég er samt ekki enn í jólaskapi. Búin að hafa það svo gott yfir hátíðarnar! Á aðfangadag vaknaði ég fyrir hádegi og var í góðu yfirlæti hjá ömmu, allir komu þangað að sækja pakkana. Það var svo gaman að sjá krakkana, hversu spenntir þeir voru, allir að þreifa á og skoða pakkana! Fyrir þrjú dreif ég mig svo í búð að kaupa það sem gleymdist og keyra út síðustu pakkana. Maturinn var alveg frábær, eins og hann á að vera á jólunum. Svo var pakkatími, fékk alveg meiriháttar gjafir, allt of mikið eiginlega, bók, geisladiska, flísteppi, kertastjaka, body lotion og margt fleira! Ég tók ömmu og Rakel með mér á miðnæturmessu í Grafarvoginum, héldum náttúrulega að hún ætti að byrja tólf og komum því of seint, kórinn var alveg dásamlegur. Skemmtileg tilbreytni, hef yfirleitt verið að vinna á þessum tíma!

Á jóladag svaf ég alveg fram eftir öllu, vaknaði um hálf fjögur, krakkarnir og Jóhann komu með Gettu Betur spilið og það var hörð barátta á milli liða, karlarnir unnu þó með naumindum eftir miklar ávítur frá dómara fyrir mótþróa og leiðindaskap! Fór til múttu þar sem við slöppuðum af og horfðum á sjónvarpið, eyðilagði næstum hvíta sófann minn þegar ég var að horfa á Bridget Jones, var að taka gúlsopa af appelsíni þegar atriðið kom þar sem hún var að renna sér niður stöngina á slökkvistöðinni, mér fannst svipurinn á henni rosalega fyndinn (þrátt fyrir að hafa horft á myndina allavega 3 sinnum) og svelgdist þvílíkt á og fékk appelsínið út um nefið og galopnaði munninn til að hlæja og allt frussaðist út um allt! Meira að segja kötturinn horfði á mig stórum augum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home