Aldan

mánudagur, desember 23, 2002

Það er smá fúlt að vita flestar jólagjafirnar :( Búin að fá 3 pakka nú þegar sem ég veit hvað er því ég valdi það sjálf! Ógó flott hilla sem ég fékk frá pápa, bók frá múttu og Önnu og svo Minni frá Völu elskunni :) :) Ekki það að minnið mitt sé eitthvað í ólagi, heldur vantar bara meira af því ;) svona til að spila the Sims og fleira skemmtó! Svo veit ég eina enda var henni pakkað inn í selló :) Ógó flott glös frá Karli og meira að segja drykkur með! Ég skal segja ykkur það að hann Kalli á sko framtíð fyrir sér sem pökkunarmeistari, ekkert smá flott hjá honum, kvinnurnar eru alveg að dásama gjöfina í botn! Það úar og óar í þeim ;) hehe

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home