Aldan

laugardagur, júní 22, 2002

Ég gleymdi að segja ykkur frá fundi Bellu í veitingahúsinu Horninu.....alla vega mætti ég 20 mínútum of seint sem var í besta lagi allavega miðað við hana Beggu sem mætti að minnsta kosti klukkutíma of seint!! Hvað var hún eiginlega að gera!! Ég fékk mér pepperoni pizzu sem var nú bara alveg þokkaleg skal ég segja þér! Það var mikið talað.... aðallega samt um undarlegar matarvenjur og pólitískar skoðanir hennar Óskar!!! En hún er grænmetisæta og reynir ekki að leggja sér til munns vörur sem eiga ættir sínar að rekja til Offramleiddra dýra!! Einnig var talað um háleitar skoðanir hennar Veigu á Listaskóla Íslands, hún er víst að pæla í að hætta í listinni og fara í jarðfræði!!! Mér þykir það nú ansi stórt stökk frá málverkunum, hvað ætli þeir hafi gert henni þar!!! Við sjáum alla vega til hvernig það gengur! Svo var náttla farið út í léttari sálma og byrjað að tala um vinnuna sem sjaldan skilur langt frá huganum enda erum við svo hugteknar af henni!! Nokkrar góðar slúðursögur og bækur bornar saman um vissa fastakúnna sem ætíð eru þjálir í mannlegum samskiptum!!! En því miður þurfti ég að fara áður en kvöldið var úti enda var tími kominn á það að mæta aftur til vinnu!!!! Þar með fór 3 kryddið, eins og ég kýs að kalla mig sjálfa eftir samtöl okkar Beggu, Systu og Halldóru um daginn á MSN. Meðan ég man.. Halldóra er komin með nýtt dú... voða flott!!! :) Sigga Viktors er sátt! Halldóra er sátt... ég er sátt.... Kannski kemur eitthvað slúður á morgun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home