Aldan

laugardagur, desember 21, 2002

Guð hvað ég bulla mikið (1 boðorð farið), ég er búin að tjá öllum sem vilja ljá mér eyra að hún systir mín sé með veirusýkingu og hún sé á heavy pensillín skammti vegna þessa! Ég náttúrulega var í líffræði í skóla en var ekkert að pæla í því sem búið er að hamra svoleiðis á mér að Pensillín virkar ekki á veirusýkingar!!! Og hún Halldóraf (f-ið er viljandi) stóð fast á sínu að þetta bara gæti ekki staðist svo ég bara hringdi í hana systur mína og viti menn, hún er með bakteríusýkingu!!! Við samt tölum alltaf um veirusýkinguna, biðst forláts á lygunum.... þetta er ekki eina lygin hjá mér í dag! ónei, mín ætlaði sko að stela gsm-símanum hennar Völu sinnar! Ég fór í heimsókn áðan til að kveðja þær, fara til Noregs í fyrramálið, og var með símann á mér (minn sími 6210 er í viðgerð svo ég var með lánsíma 3210 með mér) svo var mín að fara og tók bara næsta síma af borðinu, löbbuðum út (ég og Ellen) á meðan Vala var eitthvað að vesenast inni. Eftir heillanga stund heyrðist í farsíma nálægt og Ellen sagði: Síminn þinn er hér! Ég sagði bara; neinei, hljóðið kom þarna úr garðinum því ég mundi náttúrulega ekki eftir að hafa sett hann í vasann, Vala hélt áfram að leita og svo ákvað mín að setja hendurnar í vasann og koma þá ekki 2 gsm símar upp úr krafsinu! Mér leið ýkt illa eins og ég hafi ætlað að stela símanum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home