Aldan

miðvikudagur, júlí 10, 2002

HVURSLAGS YFIRGANGUR OG FREKJA!! Kalli heimtar bara meir og meir... hann fær ekki nóg! Ég er náttúrulega yfirmáta skemmtileg og fyndin manneskja með gífurlegt heilabú... en ég bara hef ekki fengið ANDANN yfir mig lengi! Kannski get ég tælt hann í heimsókn í nótt....... bara ein næturvakt eftir!! Svo helgarfrí... Annars er það af mér að frétta að ég missti af sólinni .. svona þannig lagað í gær og í dag!! Svaf alveg til fimm..... ég hafði planað að fara eitthvert upp í sveit með teppi og sofa í sólinni en mín vaknaði bara klukkan tvö, slökkti á klukkunni og hélt áfram að sofa! Ég held ég sé orðin ónæm fyrir hringingunni! :OP Svona viðvani eins og maður lærði um í sálfræðinni.. ágætt að vita að námið sé að skila einhverju!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home