Ég á þessa yndislegu systur.... ég var nývöknuð og sat frammi í eldhúsi að fá mér morgunmat sem samanstóð af súpu og ristuðu brauði í ró og næði að reyna að plana daginn með múttu... hver helduru að hringi og biðji mig að koma og sækja sig í vinnuna eins og skot nema hún Anna. Ég óklædd, ógreidd og ómáluð!!! dríf mig af stað til að sækja hana... í úlpu og í náttbuxunum því að fötin mín voru ekki alveg þurr. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það að fara út ótilhöfð!! Ekki það að ég höndli ekki álagið, ég var bara svo syfjuð.. með hárið út í loftið. Ég verð örugglega eins og mútta þegar ég er orðin eldri... bannar að það sé kallað á sjúkrabíl fyrr en það er búið að mála hana!! Við erum ekki beint þessi týpíska fjölskylda sko!!! Nóg um þetta.. ég var að kaupa mér DVD í gær :) :) Jei.... loksins..
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home